Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Túlkun samnings um kostnaðarskiptingu vegna byggingar íþróttahúss og skólahúsnæðis á Laugabakka

Heimir Ágústsson                                                 15. janúar 1997                                                  97010102

Sauðadalsá                                                                                                                                                   1102

531 Hvammstangi

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 19. desember 1996, þar sem óskað er eftir að ráðuneytið úrskurði í máli sem aðildarsveitarfélög Laugarbakkaskóla hafa ekki komið sér saman um, þ.e. um forsendur fyrir kostnaðarskiptingu vegna byggingar íþróttahúss og kennsluhúsnæðis.

 

             Sveitarfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í eigin málum sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 1. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986. Úskurðarvald félagsmálaráðuneytisins samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga er um “ýmis vafaatriði sem upp kunna að koma við framkvæmd sveitarstjórnarmálefna”. Úrskurðarvaldið nær því yfir formlegu atriðin við töku ákvörðunarinnar, sbr. sveitarstjórnarlög og stjórnsýslulög, en ekki efnisinnihald, þ.e. atriði sem byggjast á frjálsu mati sveitarstjórnarinnar.

 

             Hvað erindi yðar varðar er rétt að taka fram að í lögum er hvergi að finna fyrirmæli um hvernig sveitarfélög skulu skipta með sér kostnaði við byggingu íþróttahúsa og skóla. Sveitarfélögum er því ætlað að komast að samkomulagi um þau atriði, m.a. með hliðsjón af því sem telst sanngjarnt og eðlilegt.

 

             Með vísan til þess telur ráðuneytið að það hafi ekki úrskurðarvald um það deiluefni sem fram kemur í erindi yðar.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum